ÁRSSKÝRSLA STJÖRNUNNAR 2023
AÐALFUNDUR UMF STJÖRNUNNAR 24. APRÍL 2024
STARFSÁR 2023
ÁVARP FORMANNS
SKÝRSLA AÐALSTJÓRNAR
Á starfsárinu 2023 vorur 3.763 virkir iðkendur sem iðkuðu 5.853 iðkanir. Yfir 400 þjálfarar og aðrir starfsmenn tóku þátt í starfsemi félagsins, að ógleymdum þeim mikla fjölda sjálfboðaliða sem situr í stjórnum deilda, ráðum og nefndum, eða kemur að starfinu á annan hátt. Hjá félaginu eru sem fyrr starfandi sjö deildir: fimleika-, handknattleiks-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, lyftinga-, sund- og almenningsíþróttadeild. Uppgjör ársins 2023 er klárt, lausafjárstaða félagsins í árslok 2023 er sterk, mismunandi er á milli deilda hvernig reksturinn kemur út. Ekki verður komist hjá því að halda áfram aðhaldi.
Það veldur mér ennþá áhyggjum að fyrirtæki almennt eru að draga saman í styrkjum til íþróttafélaganna og sjáum við litlar breytingar eftir að lögum um styrki til Almannaheillafélaga breyttust. Þeir bakhjarlar sem að eru á bakvið Umf Stjörnuna hafa margir hverjir stutt félagið svo árum skiptir og fyrir það erum við gríðarlega þakklát. Enn finnast þó fyrirtæki með samfélagslega ábyrgð eins og bifreiðaumboðið Hekla sem er að flytja í Garðabæ og bættist um leið við í hóp bakhjarla félagsins, fleiri stór fyrirtæki með starfsemi í Garðabæ mættu taka Heklu sér til fyrirmyndar. Framundan eru áfram gríðarlega krefjandi ár í rekstri íþróttafélaga og þá sér í lagi í rekstri á afreksíþróttum. Kostnaður tengdur afreksíþróttum hefur hækkað gríðarlega og þá sér í lagi laun þeirra sem koma að því starfi.
Stjarnan náði góðum árangri á ýmsum vígsstöðvum á árinu. Karla- og kvennalið félagsins í hópfimleikum urðu Íslandsmeistarar á árinu, kvennalið félagsins í körfuknattleik tryggði sér sæti í Subway-deild kvenna ásamt því að komast í fjögurra liða úrslit í bikarkeppni KKÍ. Karlalið félagsins í körfubolta fór í bikarúrslit og beið þar lægri hlut fyrir liði Vals. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók þátt í Evrópukeppni á árinu, meistaraflokkur karla náði góðum árangri í Bestu deildinni og tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppni árið 2024. Handbolti karla tók þátt í undanúrslitum í bikar. Þá eru ótaldir allir þeir fjölmörgu titlar sem yngri flokkar félagsins unnu á árinu og ljóst að framtíðin í Garðabænum hefur sjaldan verið jafnt björt og einmitt nú. Er Stjarnan virkilega stolt af okkar frábæra íþróttafólki og er ómetanlegt að hafa jafn sterkar og jákvæðar fyrirmyndir innan okkar raða.
Í bænum er mjög góð aðstaða til íþróttaiðkunar en betur má ef duga skal þar sem félagið hefur stækkað mjög ört á síðustu árum og þarf félagið í samstarfi við Garðabæ að hafa sig alla við til þess að fylgja þeirri fjölgun iðkenda í aðstöðu- og búnaðarmálum. Miðgarður hefur gert mikið fyrir knattspyrnudeild og sjáum við það á iðkendatölum hvað svona frábær aðstaða skilar sér í fjölgun iðkenda.
Stjarnan hefur lýst yfir áhuga á því að taka við rekstri íþróttamannvirkja í bænum, Miðgarði, Mýrinni og Ásgarði. Félagið hefur þó ekki áhuga á því að taka að sér rekstur á sundlaugum bæjarins.
Á árinu 2023 voru 16.702 æfingar hjá félaginu og má ætla að hver sé um 2 klukkustundir að meðaltali þannig að það hafa verið æfingar stanslaust í samtals 1.391 dag á árinu. Það er eins og að Miðgarður, Mýrin, körfuboltasalurinn og fimleikasalurinn í Ásgarði hafi verið í notkun allan sólahringinn allt síðasta ár. Gaman að segja frá því að æfingarnar skiptust nákvæmlega jafnt á milli kynja.
Á árinu voru 3.219 leikir á vegum Stjörnunnar eða um 9 leikir á hverjum degi allt árið.
Þá sendi félagið 60.641 skilaboð á Sportabler til foreldra og iðkenda eða 166 skilaboð á dag.
Stjarnan er fjölmennasta félag landsins miðað við iðkanir og þriðja fjölmennasta félag landsins miðað við kennitölur iðkenda. Félagið mun bara stækka á komandi misserum.
Skíni Stjarnan!
Fyrir hönd aðalstjórnar Stjörnunnar,
Sigurður Guðmundsson, formaður
STARFSEMI UMF STJÖRNUNNAR
Fjöldi virkra iðkenda í barna- og unglingastarfi félagsins starfsárið 2023 til vors 2024 er samtals 3.763. Líkt og kom fram í skýrslu aðalstjórnar hér að framan, þessir 3.763 iðkendur iðka 5.853 iðkanir.
Iðkendafjöldi hefur haldist stöðugur í flestum deildum félagsins á milli ára og er það vel. Knattspyrnudeild félagsins er stærsta deild félagsins en fimleikadeildin fylgir þar fast á eftir. Hér fyrir neðan/til hliðar er mynd sem sýnir hlutfallslega skiptingu iðkenda á milli deilda félagsins.
FJÖLDI IÐKENDA
Sumarstarfsemi félagsins tókst einstaklega vel á síðata ári þar sem sérstakur kraftur var settur í starfið en félagið býður upp á sérstök námskeið yfir sumarið sem ekki falla undir hefðbundnar æfingar flokka félagsins. Aukning hefur verið á sumarnámskeiðum fyrir eldri iðkendur og fjölbreytileikinn alltaf að verða meiri fyrir alla hópa en á sumrin gefst oft tími til að bjóða upp á sérhæfðari námskeið sem ekki komast að yfir vetrarmánuðina.
Alls tóku um 2.090 krakkar þátt í þeim námskeiðum sem voru í boði sem er mikil aukning á milli ára. Hér fyrir neðan/til hliðar er hægt að skoða skiptingu þeirra eftir deildum frekar.
SUMARNÁMSKEIÐ
ÞJÁLFARI ÁRSINS 2023
JÖKULL I. ELÍSABETARSON
Eftir 6 umferðir var karla lið Stjörnunnar í fótbolta með 3 stig í Bestu-deildinni. Væntingar til liðsins voru töluverðar og var því ákveðið að skipta um þjálfara. Jökull Elísabetarson hafði verið aðstoðarmaður Ágústar Gylfasonar og ákveðið var að Jökull tæki við liðinu 10. maí 2023.
Jökli tókst heldur betur að snúa gengi liðsins við og spilamennska liðsins á tímabilinu var stórkostleg skemmtun. Liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar þegar deildinni var skipt upp. Með frábærum árangri í úrslitakeppninni náði liðið að tryggja sér 3. sæti og tryggja sér þar með þátttökurétt í Evrópukeppni árið 2024.
LÖG UMF STJÖRNUNNAR
8. gr.
Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar fer með stjórn félagsins samkvæmt ákvæðum samþykkta þessara. Aðalstjórn skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, og tveimur meðstjórnanda, ásamt 2 varamönnum. Aðalstjórn skal kosin á aðalfundi félagsins og skal formaður kosinn sérstaklega.
9. gr.
Aðalstjórn ber að samræma starfsemi félagsins, vinna að eflingu þess og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Aðalstjórn er málsvari félagsins út á við og skýrir sjónarmið þess á þeim vettvangi. Aðalstjórn ákveður félagsgjöld í upphafi starfstímabils og heldur skrá yfir alla félagsmenn. Aðalstjórn skal skipa trúnaðarmenn félagsins og þær nefndir sem hún telur nauðsynlegar hverju sinni. Aðalstjórn er heimilt að víkja mönnum úr félaginu eða setja þá í keppnisbann álíti hún framkomu þeirra vítaverða og brjóta í bága við anda íþróttahreyfingarinnar. Sjóði félagsins skal ávaxta í viðurkenndum innlánsstofnunum. Aðalstjórn skal halda stjórnarfundi minnst einu sinni í mánuði og skal halda um þá sérstaka gerðarbók. Enga fullnaðarákvörðun getur aðalstjórn tekið nema með samþykki meirihluta stjórnarmanna. Aðalstjórn hefur umráðarétt yfir eignum félagsins og ræður starfsemi þess.
10. gr.
Aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar ræður framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn félagsins til þess að annast framkvæmd ákvarðana aðalstjórnar, framkvæmd ákvarðana stjórna einstakra deilda og verkefni félagsins. Framkvæmdastjóri félagsins skal sitja fundi aðalstjórnar, og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt, en eigi atkvæðisrétt. Framkvæmdastjóri undirbýr fundi aðalstjórnar og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana, sem aðalstjórn tekur. Framkvæmdastjóri er prókúruhafi U.M.F. Stjörnunnar. Honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni félagsins prókúru að fengnu samþykki aðalstjórnar. Prókúruhafar félagsins skulu vera fjár sín ráðandi. Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu eigna félagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl og samninga, sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir, sem samþykki
aðalstjórnar eða stjórna einstakra deilda félagsins þarf til.
11. gr.
Aðalstjórn skal ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári halda fundi með formönnum deilda eða staðgenglum þeirra. Slíkir fundir kallast félagsráðsfundir og þar skulu helstu ákvarðanir aðalstjórnar kynntar og stefnumarkandi ákvarðanir ræddar.
Samþykkt á aðalfundi í apríl 2022.
1. gr.
Félagið heitir Ungmennafélagið Stjarnan, skammstafað U.M.F. Stjarnan.
2. gr.
Starfssvæði U.M.F. Stjörnunnar er Garðabær.
3. gr.
Tilgangur félagsins er að efla líkams og heilsurækt í formi keppnis- og almenningsíþrótta hjá öllum aldurshópum í Garðabæ. Ennfremur að efla samkennd bæjarbúa með virkri þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi.
4. gr.
Félagið er myndað af einstaklingum í íþróttadeildum, sem hafa sameiginlega aðalstjórn. Aðalstjórn skipar deildarstjórnir og fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda.
5. gr.
Félagi getur hver sá orðið, sem skráður er í félagið og greiðir félags- eða æfingagjald til þess.
6. gr.
Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt aðalstjórn.
7. gr.
Semja skal ársreikning fyrir aðalstjórn U.M.F. Stjörnunnar og einstakar deildir félagsins. Hver deild skal annars vegar gera upp rekstur barna- og unglingastarfs og hins vegar rekstur keppnisíþrótta fyrir 18 ára og eldri. Jafnframt skal semja samstæðureikning fyrir UMF. Stjörnuna. Ársreikningurinn skal gerður samkvæmt lögum, reglum og góðri reikningsskilavenju. Hann skal sýna yfirlit um rekstur og framkvæmdir á reikningsárinu og efnahagsreikning í lok reikningsárs ásamt skýringum. Í ársreikningi skal sýna fjárhagsáætlun reikningsársins til samanburðar og í honum skal koma fram yfirlit um fjárhagslegar skuldbindingar félagsins. Ráðinn skal löggiltur endurskoðandi til þess að yfirfara og árita ársreikninginn í samræmi við lög og reglur og góðar skoðunarvenjur. Með endurskoðun sinni skal hann komast að rökstuddri niðurstöðu um áreiðanleika ársreiknings og ganga úr skugga um að fylgt hafi verð ákvæðum laga, reglna og samþykkta um meðferð fjármuna. Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2023
ÍSOLD SÆVARSDÓTTIR
Ísold Sævarsdóttir var fyrirliði meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni sem vann 1. deildina í körfubolta í vor. Hún vann einnig til fjölmargra titla í yngri flokkunum. Ísold var valin varnarmaður ársins í 1. deild kvenna. Einnig lék hún stórt hlutverk í góðum árangri U16 ára landsliði stúlkna sem náði besta árangri kvennaliðs í langan tíma á EM í Svartfjallalandi í sumar. Ísold hefur byrjað tímabilið frábærlega í Subway-deildinni og toppaði svo árið með því að spila sína fyrstu A-landsleiki í körfubolta þar sem hún var í stóru hlutverki í leikjum á móti Tyrklandi og Rúmeníu. Gaman er að segja frá því að Ísold er mjög fjölhæf frjálsíþróttakona og náði frábærum árangri í þeirri íþrótt á árinu 2023.
SKÝRSLA ALMENNINGSDEILDAR
LÍKAMSRÆKT BIRNU OG ÓLA
Líkamsrækt B&Ó hefur starfað í 35 ár á þessu ári, 2024 eða frá 1989 undir merkjum Almenningsdeildar Stjörnunnar. Því ber að fagna og verður það gert 26/4-28/4 að Laugarbakka í Miðfirði eins og gert var 2019 þar sem að allt að 100 manns fögnuðu 30 ára afmælinu.
Frá byrjun hafa verið starfræktir sér kvenna- og karlatímar og hefur fjöldinn verið ansi svipaður síðustu 30 árin ca. 60 konur og 60 karlar með fastan 50 – 55 manna kjarna í hvorum hópi. S.l. ár hefur fjöldinn verið dálítíð rokkandi, nýjir þátttakendur komið inn og aðrir hætt. Þó hefur fasti kjarninn haldið sér að mestu eins og áður.
Tímarnir í Ásgarði voru með sama sniði og undanfarin ár eða 50 mín. tvisar í viku hjá körlunum, þ.e. kl. 17:50 og annar hópur kl. 18:40 á mánud. og miðvikud. en hjá konunum er einn hópur kl. 08:00 á mánud., miðvikud. og föstud. en hinn hópurinn er kl. 17:00 á mánud. og miðvikud. Við segjum alltaf að þessi líkamsrækt er 50 % líkamsrækt og hin 50 % er félagslegt. Skýrist það að því að félagslegi þátturinn er líka mikið ræktaður, t.d. er ganga á hverjum laugard., þar sem allir mega koma og taka þátt í göngu um Garðabæ, en tvisar í mán. er farið í lengri skipulagðar göngur með leiðsögn á höfuðborgarsvæðið og nárgrenni. Reglullega er farið á kaffihús í lokin eða boðið upp á kakó, meðlæti og kristal.
Vorönninn hófst 9 jan.- 26 apr. Á síðasta ári gátum við aftur sinnt okkar frábæra félagslífi eftir að Covidinu lauk. Farið var í glæsilega vorferð í lok apríl með 70 manns á Reykjanesið, þar sem að Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi bæjarins tók á móti okkur í Ytri-Njarðvík. Frábær ferð í alla staði og enduðum við í Golfskálanum í Leirunni í frábærum mat og skemmtun, sem okkur einum er lagið!
Haustönnin byrjað 9 sept. – 15 des. Því miður náðist ekki að fara í okkar frægu jeppaferð að þessu sinni! Stelpukvöld var haldið í Stjörnuheimilinu í október, þar sem Sr. Jóna Hrónn Bolladóttir hélt skemtilegan fyrirlestur fyrir okkur, ásamt snyrtivörukynningum. Haustfagnaður var síðan haldinn í miðjum nóvember í Stjörnuheimilinu við góðar undirtektir. Miðbæjargangan í lok nóv., og að sjálfsögðu helgistundin með Magnúsi B. Björnssyni í Maríuhellum sem endaði svo frábært ár 4 des.
Starfsemin gekk annars að öllu leyti vel, allir ánægðir að geta stundað sína líkamsrækt án samkomutakmarkana og komið saman og notið samverunnar. Viljum við þakka þátttakendum okkar kærlega fyrir okkur og frábæra samveru á síðasta ári.
Hlökkum við mikið til að enda þetta 35 ára líkamsræktarár B&Ó með frábærri afmælishátíð að Laugarbakka í lok apríl með allt að yfir 90 manna samkomu.
Með kærri líkamsræktar kveðju, Birna og Óli
Stjórn Almenningsíþróttadeildar vill sérstaklega þakka þeim Birnu og Óla kærlega fyrir þeirra framlag til almenningsíþrótta í Garðabæ. Einnig viljum við þakka iðkendum og öllum sem komið hafa að starfi deildarinnar fyrir þeirra þátt.
Fyrir hönd Almenningsíþróttadeildar Stjörnunnar
Ólafur Reimar Gunnarsson
formaður almenningsdeildar
HLAUPAHÓPUR
Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar. Hlaupahópurinn hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun hans árið 2012. Að meðaltali eru um 70-80 meðlimir í hópnum. Um 85% meðlima koma úr Garðabæ og aðrir frá nágranna-sveitarfélögum. Meðalaldur hópsins er um 48 ár og kynjahlutfallið 60%/40% konur og karlar.
Mikið og öflugt starf hefur verið unnið innan hópsins. Lykillinn að því er að halda úti öflugu þjálfarateymi, góðri aðstöðu og starfi fyrir nýliða sem hefur gengið vel
Í Hlaupahópi Stjörnunnar eru bæði byrjendur og þrautreyndir hlauparar og allt þar á milli. Stjörnuhlauparar fjölmenntu í mörg minni og stærri keppnishlaup árið 2023 bæði hér heima og erlendis. Á árinu tóku einstaklingar í hlaupahópnum þátt í fjölmörgum hlaupakeppnum bæði innalands og erlendis. Þá voru Stjörnuhlauparar duglegir að taka þátt í erlendum maraþonhlaupum. Þá fór hópurinn svokallaða Landmannaleið sem er 55km leið frá Landmannalaugum að Rjúpnavöllum. Gist var í Hálendisskála á leiðinni.
Einn öflugasti hlaupari og þjálfari landsins Arnar Pétursson var ráðinn sem sem þjálfari hjá Stjörnunni og sinnir hann öllum getustigum. Boðið er upp á sérstakar styrktaræfingar í Miðgarði og inniaðstöðu á hlaupabraut í FH –höllinni. Bætt umgjörð í kringum starfsemina eins inniaðstaða yfir köldustu mánuðina hefur aukið gæði æfinga og árangur hlaupara.
Öflugt félagsstarf er einnig hjá Hlaupahópi Stjörnunnar. Ásamt Hlauparáðinu sem stýrir daglegum málefnum, þá er sérstakt Viðburðasvið sem sér um að skipuleggja viðburði.
Frá 2015 hefur Hlaupahópurinn staðið fyrir Stjörnuhlaupinu. Ákvað stjórnin að færa það utanvega og í Heiðmörk og nýta Miðgarð sem upphaf og endir. Boðið var upp á tvær vegalengdir annars vegar 11 km og hins vegar 22 km. Ásókn í utanvegahlaup hefur aukist mikið á síðustu árum og mun meira en í almennum götuhlaupum.
Allir eru velkomnir í Hlaupahóp Stjörnunnar, byrjendur jafnt sem lengra komnir. Hlaupahópurinn er með fésbókarsíðuna "Hlaupahópur Stjörnunnar" og þar er að finna allar upplýsingar um starfsemi félagsins. Æfingar eru 4 sinnum í viku undir leiðsögn þjálfara.
Formaður Hlaupahóps Stjörnunnar
Brynjúlfur Halldórsson
SKÝRSLA FIMLEIKADEILDAR
Stjórn og starfsmenn fimleikadeildar 2023
Stjórn
· Ingibjörg J Vilhjálmsdóttir, formaður
· Sunna Helgadóttir, ritari
· Rakel Jóna Guðmundsdóttir
· Erna Mathiesen
· Sveinn Þórarinsson
· Fríða Árnadóttir
Rekstrarstjóri
· Unnur Símonardóttir
Þjálfarar í fullu starfi
Una Brá Jónasdóttir, yfirþjálfari í hópfimleikum
Andrea Sif Pétursdóttir, þjálfari í hópfimleikum
Erla Rut Mathiesen, dansþjálfari í hópfimleikum
Helgi Laxdal, þjálfari í hópfimleikum,
Mikkel Schertz, þjálfari í hópfimleikum
Ingvar Daði Þórisson, þjálfari í hópfimleikum
Hildur Ketilsdóttir, þjálfari í áhaldafimleikum
Vladimir Zaytsev, þjálfari í áhaldafimleikum
Alfredo Guevara, þjálfari í áhaldafimleikum
Freyja Sævarsdóttir, þjálfari í áhaldafimleikum
Pablo Araya, þjálfari áhaldafimleikum frá apríl 2023
Þjálfarar í tímavinnu:
56 þjálfarar í tímavinnu
Þrír þjálfarar á mfl. KVK og þrír þjálfarar á mfl. KK
Árangur á árinu í barna- og unglingsastarfinu
Árangur í yngri barna starfi fimleikadeildarinnar var mjög góður árið 2023. Iðkendur Stjörnunnar oftast í topp þremur sætunum bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum í öllum aldursflokkum. Hér eru þeir sem unnu titla á árinu:
Áhaldafimleikar:
Sigurrós Ásta Þórisdóttir varð Íslandsmeistari í 1. þrepi
Indía Marý Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari í 2. þrepi
Arney Ívarsdóttir varð Íslandsmeistari í 3. Þrepi
Þóranna Sveinsdóttir varð í 3 sæti á slá á Íslandsmótinu í unglingaflokki í frjálsum æfingum.
Stjarnan varð Bikarmeistari í 1. þrepi en liðið skipaði Alísa, Kolbrún, Eva, Sigurrós og Líney. Stjarnan varð í 3 sæti á Bikarmóti í frjálsum æfingum sem er besti árangur Stjörnunnar frá upphafi. Í liðinu voru Líney, Kolbrún, Eva, Katla, Sigurrós og Þóranna.
Hópfimleikar:
Strákarnir í kk eldri urðu Íslandsmeistarar
Stúlkurnar í 1. flokki urður Íslandsmeistarar
Meistaraflokkar
Stjarnan er með meistaraflokk karla og meistaraflokk kvenna. Keppendur í meistaraflokki eru á aldrinum 17 til 29 ára. Þjálfarar kvennaliðisins 2023 voru: Una Brá Jónsdóttir, Daði Snær Pálsson, Tanja Kristín Leifsdóttir, Meistaraflokkur kvenna urðu Íslandsmeistarar árið 2023. Þjálfarar karlaliðsins 2023 voru: Mikkel Shcertz, Erla Rut Mathiesen og Þorbjörn Bragi Jónsson. Meistaraflokkur karla, urðu bæði Íslands – og Bikarmeistarar 2023.
Meistaraflokksliðin okkar unnu sér bæði inn þátttökurétt á Norðurlandamótið í hópfimleikum sem fram fór í Laugardalshöllinni 11. nóvember 2023. Bæði liðin lentu í 6 sæti. Ásta Kristinsdóttir og Viktor Elí Sturluson voru valinn í All star lið mótsins.
Landslið
Þóranna Sveinsdóttir og Katla María Geirsdóttir voru valdar í unglingalandsliðið í áhaldafimleikum og kepptu á Norðurlandamótinu í Finnlandi.
Rekstur
Reksturinn var í örlitlu tapi árið 2023, helsta skýringin á því er hækkun á launakostnaði. Einnig voru gerðar breytingar á stundatöflum til að bæta æfingatíman hjá eldri iðkendum í hópfimleikum á sunnudögum sem bitnaði á æfingatímanum hjá krílafimleikunum og þar með skráðu sig færri iðkendur á haustönninni.
Áhöld
Fimleikadeildin fékk nýja tvíslá og nýja svifrá sem var kærkomin viðbót fyrir áhaldafimleikana og með tilkomu þessara tveggja nýju áhalda hefur áhaldaplanið hjá áhaldafimleikunum stór aukist. Einnig fékk deildin nýja gryfju og nýja stuðningspúða í kringum stóru trampólínin og nýjan keppnishest í hópfimleikum.
Lokaorð
Deildin vill þakka framkvæmdastjóra og skrifstofu fyrir gott samstarf á árinu. Þjálfarar eiga hrós skilið fyrir gott starf sem hefur sannarlega skilað sér í frábærum árangri á árinu. Starfsfólk Ásgarðs þökkum við einnig fyrir vel unnin störf og gott viðmót. Síðast en alls ekki síst vill stjórn þakka öllum þeim iðkendum, sjálfboðaliðum, foreldrum, styrkjataðilum og öðrum sem hafa unnið ómentanlegt starf fyrir deildina síðastliðin ár
Fyrir hönd stjórnar fimleikadeildar,
Ingibjörg Jóhanna Vilhjálmsdóttir formaður
DEILD ÁRSINS 2023
KNATTSPYRNUDEILD
Knattspyrnudeild Stjörnunnar fær nafnbótina „Deild ársins 2023“. Starfsemi deildarinnar hefur gengið vel síðastliðin ár og töluverð fjölgun hefur verið í barna- og unglingastarfi félagsins. Iðkendur í barna- og unglingastarfinu voru 1065 í lok árs 2023. Árangur meistaraflokka deildarinnar var góður á árinu. Mfl. kvenna endaði í 4. sæti í Bestu deild kvenna og mfl. karla endaði í 3. sæti sem tryggði þeim þátttökurétt í Evrópukeppni árið 2024. Afreksfólk deildarinnar hefur vakið athygli erlendis og fóru 4 leikmenn út í atvinnumennsku á árinu. Ísak Andri Sigurgeirsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason fóru á miðju leiktímabili og þau Sædís Rún Heiðarsdóttir og Eggert Aron Guðmundsson eftir leiktímabilið 2023.
SKÝRSLA HANDKNATTLEIKSDEILDAR
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á síðasta ári. Til að mynda var ný stjórn skipuð og tók Sigurjón Hafþórsson við formennsku af Pétri Bjarnasyni. Núverandi stjórn vill nýta vettvang þennan til að þakka fyrri stjórn fyrir gott og gjöfult starf í þágu deildarinnar enda gáfu menn sig alla í starfið, sinntu því afar vel og rúmlega það.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar er í góðum vexti og hefur iðkendum fjölgað umtalsvert í deildinni. Í því sambandi hefur gengi meistaraflokkana gríðarleg áhrif, sem og árangur landsliðana okkar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að vera meðal fremstu liða á Íslandi bæði í meistarflokki kvenna og karla, og halda áfram að byggja upp jákvætt og gott starf.
Núverandi stjórn hefur mótað ákveðna og markvissa stefnu og það er verið að leggja mikinn kraft í að byggja upp öfluga og góða yngri flokka. Hugsunin er sú að þeir iðkendur koma svo til með að verða okkar fremsta handboltafólk landsins, alast upp í félaginu og fara síðan upp í meistarflokka og vonandi verða hluti af íslenska landsliðinu. Með öðrum orðum má segja að Stjarnan kappkosti við að halda úti öflugasta yngri flokka starfi landsins. Sem stendur höfum við um 30 þjálfara auk aðstoðarþjálfara. Næstu ár eru einnig gríðarlega mikilvæg hvað varðar uppbygginarvinnu félagsins og er stefnt að því að veita iðkenndum meiri aðstoð með styrktarþjálfun, vinnu með andlegu geðheilsuna og fræðslu um holla næringu. Við viljum einnig veita iðkendum okkar á séræfingar og markmannsþjálfun.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á síðasta ári. Til að mynda var ný stjórn skipuð og tók Sigurjón Hafþórsson við formennsku af Pétri Bjarnasyni. Núverandi stjórn vill nýta vettvang þennan til að þakka fyrri stjórn fyrir gott og gjöfult starf í þágu deildarinnar enda gáfu menn sig alla í starfið, sinntu því afar vel og rúmlega það.
Handknattleiksdeild Stjörnunnar er í góðum vexti og hefur iðkendum fjölgað umtalsvert í deildinni. Í því sambandi hefur gengi meistaraflokkana gríðarleg áhrif, sem og árangur landsliðana okkar. Það er því gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að vera meðal fremstu liða á Íslandi bæði í meistarflokki kvenna og karla, og halda áfram að byggja upp jákvætt og gott starf.
Núverandi stjórn hefur mótað ákveðna og markvissa stefnu og það er verið að leggja mikinn kraft í að byggja upp öfluga og góða yngri flokka. Hugsunin er sú að þeir iðkendur koma svo til með að verða okkar fremsta handboltafólk landsins, alast upp í félaginu og fara síðan upp í meistarflokka og vonandi verða hluti af íslenska landsliðinu. Með öðrum orðum má segja að Stjarnan kappkosti við að halda úti öflugasta yngri flokka starfi landsins. Sem stendur höfum við um 30 þjálfara auk aðstoðarþjálfara. Næstu ár eru einnig gríðarlega mikilvæg hvað varðar uppbygginarvinnu félagsins og er stefnt að því að veita iðkenndum meiri aðstoð með styrktarþjálfun, vinnu með andlegu geðheilsuna og fræðslu um holla næringu. Við viljum einnig veita iðkendum okkar á séræfingar og markmannsþjálfun.
Stjarnan setti af stað U-lið í fyrra fyrir karlaliðið sem spilar í 2. deild. Stjórn telur það gríðarlega mikilvægt skref til þess að brúa bilið fyrir iðkendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistarflokki. Kvennaliðið í meistaraflokki er frekar ungt. Þannig var ekki unnt að koma á þessu milliskrefi þar sem ekki hefði verið hægt að manna bæði liðin. Við vonumst þó til að iðkendun í kvennaliðinu fjölgi og þá teljum við mikilvæt að koma upp U-liði kvenna sem spilar í 2. deild.
Íþróttahúsið Mýrin fékk nýtt nafn nú á dögunum og ber nú nafnið Heklu-Höllin. Við erum gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn frá Heklu og það traust sem borið er til okkar og starfsins í heild. Styrkur af þessari stærðargráðu sem Hekla hefur veitt deildinni gerir okkur kleift að halda úti og styðja við okkar góða starf bæði í meistarflokkum og yngri flokkum félagsins. Undirritaður þakkar enn og aftur Heklu fyrir aðstoð í þeirri vegferð og uppbyggingu sem deildin er í. Aðrir styrktaraðilar okkar eru ekki síður mikilvægir og sendum við Bílasölu Reykjavíkur, Emmessís, TM, Lindex og Bílaleigu Akureyrar hugheilar þakkir.
Styrksöfnun síðustu mánuði hefur leitt í ljós að ekki er auðvelt að fá fyrirtæki til þess að veita styrk. Undirritaður formaður vill nýta vettvang þennan til þess að hvetja þau fyrirtæki í bæjarfélaginu sem hafa tök á að styrkja við íþróttahreyfinguna, hvort sem það er mikið eða lítið því allir styrkir skipta máli. Ástæðan er einfaldlega sú að með góðu og öflugu íþróttastarfi stuðlum við saman að hollri hreyfingu og jákvæðum félagsskap og lífstíl sem hefur mikil forvarnaráhrif. Með þessum orðum skora ég á fyrirtæki bæjarins að koma að íþróttastarfinu með því að veita styrk í hvaða formi sem er, því án ykkar verður starfið ekki að veruleika.
Síðastliðið sumar var skipt um gólf í Heklu höllinni. Það var nauðsynlegt þar sem gólfið var víða orðið lélegt og byrjað að brotna. Bestu þakkir fær Garðabær fyrir að hafa komið þessu í kring. Gaman er að segja frá því að framkvæmdin var vel heppnuð og finna iðkendur sem og aðrir mikinn mun á gólfinu.
Sjálfboðaliðar félagsins eru margir og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir það óeigingjarna starf í þágu félagsins. Fólkið sem kemur að barna- og unglingastarfinu vinnur mjög öflugt og gott starf og án þeirra væri þetta ekki hægt. Sama má segja um fólkið sem starfar í kringum meistarflokk kvenna og karla en það er sitthvort ráðið sem þar starfar, þ.e. meistarflokksráð kvenna og meistarflokksráð karla. Þeim vil ég þakka fyrir sitt framlag til félagsins. Samandregið eiga allir sjálfboðaliðar okkar skilið mikið hrós því það eru þið sem haldið þessu gangandi. Án ykkar væri ekki hægt að halda úti þessu flotta og öfluga starfi. Umgjörðin í kringum deildina er jákvæð og félagsskapurinn er virkilega góður. Ég hvet enn fleirri til að koma að starfinu okkar með einhverjum hætti og heiti því að öll sjálfboðaliðastörf eru metin af verðleikum og ekki skemmir fyrir þessi góði félagsskapur.
Að lokum þakkar undirritaður formaður félagsins öllum hlutaðeigandi fyrir skemmtilegt og gefandi samstarf og megi það halda áfram að blómstra.
Fyrir hönd stjórnar,
Sigurjón Hafþórsson
Formaður handknattleiksdeildiar Stjörnunnar.
SKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR
Skipulagi yfirþjálfara var breytt á árinu og er Páll Árnason nú einn yfirþjálfari yfir bæði drengja og stúlknastarfinu og er Andri Freyr Hafsteinsson honum til aðstoðar. Aukin áhersla hefur verið sett í umgjörð yngri flokka með bættum markmannsæfingum sem er í höndum Erin McLeod. Arnar Páll Geirsson sinnir leikgreiningum fyrir alla flokka ásamt því að sinna þjálfun. Stjarnan býr mjög vel af starfsfólki og er umgjörð yngri flokka okkar á hæsta stigi sem sýnir sig m.a. í því að iðkendur geta leitað til sjúkraþjálfara á okkar vegum án endurgjalds og eru reglulegar styrktaræfingar fyrir 4.-2. flokk fyrir iðkendur sem þess óska.
Við stigum okkar fyrstu skref í frekari bætingu á þjónustu við iðkendur með því að bjóða upp á bæði næringarþjálfun og hugarþjálfun. Með því að bjóða iðkendum upp á slíka viðbótarþjónustu erum við að koma til móts við þá sem vilja gera meira og trúum við því einnig að hlutir eins og þessir skili ekki bara betri einstaklingum í íþróttum heldur einnig betri einstaklingum út í lífið.
Áhersla er lögð á að iðkendur fái verkefni við hæfi þar sem komið er til móts við getustig allra leikmanna. Það getur þýtt að sumir séu færðir oft á milli liða og jafnvel á milli flokka. Þjálfarar leggja áherslu á liðsframmistöðu í leikjum en ekki einstaklingsframmistöður því einstaklingar munu alltaf blómstra í góðri liðsheild.
Árangur inn á vellinum hjá yngri flokkum er ekki mældur í sigrum og titlum heldur lærdómnum af því að spila leikinn. Oft felst einmitt mesti lærdómurinn í því að lenda í mótlæti og jafnvel tapa. En það er hins vegar alltaf gaman að vinna, þó það sé ekki stærsta markmiðið í yngri flokka starfinu. Iðkendur okkar stóðu sig með mikilli prýði í öllum þeim mótum og keppnum sem tekið var þátt í.
2. flokkur kk. varð Íslandsmeistari og A lið 3. kk. sigraði B úrslit á Reycup. 5. flokkur kk. náði þeim frábæra árangri að A liðið varð Íslandsmeistari og unnu jafnframt sterkt N1 mót á Akureyri. C lið 5. kk. urðu þá einnig Íslandsmeistarar og lið 10 vann sinn styrkleikaflokk á N1 mótinu. Að lokum náði A lið 6. flokks kk. að vinna Orkumótið í Eyjum.
4. flokkur kvenna tók þátt í Reycup og stóðu sig heldur betur vel. A liðið varð ReyCup meistari og B og C liðin unnu að auki sinn styrkleikaflokk. Þá varð C lið 4. kvk. Íslandsmeistari. A lið 6. kvk. vann svo Olís mótið á Sauðárkróki.
Einn mesti heiður sem iðkendur öðlast er að ná að spila landsleik fyrir Ísland og átti Stjarnan flotta fulltrúa í yngri landsliðum árið 2023.
Gunnar Orri Olsen náði þeim árangri að spila fyrir U15, U16 og U17 landsliðin árið 2023. Þeir Alexander Máni Guðjónsson, Brynjólfur Magnússon og Tómas Óli Kristjánsson spiluðu svo fyrir U15 og Kjartan Már Kjartansson, Tómas Óli Kristjánsson, Bjarki Hauksson spiluðu fyrir U16.
Stelpurnar áttu hvorki meira né minna en 5 fulltrúa í U15 og voru það þær Erika Ýr Björnsdóttir, Klara Kristín Kjartansdóttir, Fanney Lísa Jóhannesdóttir, Högna Þóroddsdóttir og Hrafnhildur Salka Pálmadóttir sem voru fulltrúar Stjörnunnar. Í U16 spiluðu Hrefna Jónsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Sóley Edda Ingadóttir og Eydís María Waagfjörð. Ásamt þeim spiluðu svo Hrefna Jónsdóttir, Hrafnhildur Salka Pálmadóttir og Karlotta Björk Andradóttir fyrir U17.
Að auki var fjöldi iðkenda Stjörnunnar valin í æfingahópa landsliða þar sem þeir öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu á landsliðsstarfinu. Við hjá Stjörnunni getum verið stolt af þessum glæsilegu fulltrúum okkar og getum verið viss um að framtíðin er björt hjá þeim.
Skíni Stjarnan!
Sævar Már Þórisson, formaður Barna- og unglingaráðs
Mfl. kvenna
6. tímabil Kristjáns Guðmundssonar þjálfara, Andri Freyr Hafsteinsson aðstoðarþjálfari og Rajko Stanisic markmannsþjálfari á sínu fimmta tímbili. Jóhannes Karl Sigursteinsson var svo með live-leikgreiningar á flestum leikjum liðsins auk þess kom Perry Mclachlan inn í þjálfarateymis um mitt tímabil.
Miklar væntingar voru gerðar til liðsins eftir að liðið tryggði sér 2. sætið og þar með Evrópusæti árið áður.
Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar eftir sigur á Þór/KA í úrslitaleiknum. Skömmu síðar spilaði liðið við tvöfalda meistara Vals í leik Meistarar meistaranna og sigraði í vítaspyrnukeppni. Því voru tveir bikarar komnir í hús áður en Besta deildin, sjálft Íslandsmótið hófst.
Í fyrsta skipti var deildinni skipt upp í efri og neðri hluta eftir venjulega tvöfalda umferð og endaði Stjarnan á meðal 6 efstu liða sem spiluðu svo einfalda umferð. Niðurstaðan var 4. sætið en 2. sætið og Evrópukeppnisréttur var í augsýn fram í síðasta leik. Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari en í 4 viðureignum liðanna á árinu sigraði Stjarnan tvo og tveir enduðu með jafntefli. Þetta sýnir í raun hversu langt liðið var komið í baráttu um þann stóra.
Liðið féll svo úr keppni í undanúrslitum bikars eftir viðureign við Breiðablik þar sem úrslit réðust í vítaspyrnukeppni. Mjög svekkjandi í ljósi þess að liðið var mun sterkari aðilinn og hefði verðskuldað að komast í úrslitaleikinn.
Í september tók Stjarnan þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og ljóst var að um mjög sterkan andstæðing væri að ræða, Levante frá Spáni sem m.a. er skipað leikmönnum úr Evrópumeistaraliði Spánar. Sá leikur tapaðist 4-0, seinni leikur riðilsins var svo gegn svissneska liðinu Sturm Graz og eftir markalausan leik sigraði Stjarnan í vítaspyrnukeppni. Þátttaka liðsins í þessum riðli forkeppninnar var virkilega vel heppnuð, flestir leikmenn að spila sína fyrstu Evrópuleiki og ljóst að þetta verkefni fer í reynslubankann
Gunnar Leifsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna
M.fl karla
Keppnistímabilið 2023 fór af stað í þeim æfingamótum sem liðið tekur gjarnan þátt í og við héldum okkur við þá stefnu að spila á tveimur liðum áfram í þessum mótum til að gefa sem flestum leikmönnum tækifæri á að þroskast í m.fl. umhverfinu. Þrátt fyrir blikur á lofti fór sama teymi inní tímabilið með einn undantekningu sem er hann Friðrik Ellert sem hætti störfum og vil ég nota tækifærið og þakka honum fyrir hans góðu störf fyrir félagið.
Það er ljóst að eftir áhugavert gengi sumarið 2022 að menn áttuðu sig á því að sú stefna sem var mörkuð í byrjun árs 2020 gæti vel gengið upp og þó að við höfum ekki bætt mörgum leikmönnum við okkur þá var ljóst að hópurinn yrði mjög þéttur og gæti betur tekist á við þau áföll sem til að mynda dundu á okkur 2022 með meiðslum lykilmanna. Þeir leikmenn sem við fengum til liðs við okkur voru Heiðar Ægisson sem flestir í Garðabæ þekkja, Guðmundur Kristjánsson sem kom frá FH, Joey Gibbs sem kom frá Keflavík ásamt Skagamönnunum Andra Adolphssyni og Árna Snæ. Það hefur gefist vel áður að sækja Skagamenn og sú varð raunin líka þetta sumarið. Keppnistímabilið byrjaði heldur brösuglega og var sú ákvörðun tekin strax í byrjun maí mánaðar að segja Ágústi Gylfasyni upp störfum en halda aðstoðarmanni hans Jökli Elísabetarsyni og gera hann að aðalþjálfara liðsins. Svona ákvarðanir eru aldrei skemmtilegar en mat okkar sem stýrum starfinu var sú að þetta væri nauðsynlegt og það var aldrei vafi hjá okkur að Jökull væri rétti maðurinn til að koma okkur á rétta braut, enda sýndi hann það og sannaði svo eftir var tekið.
Gengi liðsins snarbatnaði og Stjarnan endaði í 3 sæti í deildinni, var það lið sem fékk fæst mörk á sig og tryggði sér Evrópusæti. Álagið á stjórn og þjálfara síðastliðið tímabil var mikið enda var teymið mjög fáliðað en það má segja að böndin hafi verið treyst þeim mun betur og það var ákaflega gaman að fylgjast með hugrekki og áræðni okkar leikmanna sem efldust við hverja raun og trú stuðningsmanna jókst að sama skapi og stemmningin í kringum liðið hefur sjaldan eða aldrei verið betri sem er ánægjulegt.
Eins og áður hefur verið komið inná þá var tekin afgerandi stefna fyrir fáum árum að breyta algerlega um takt varðandi uppbyggingu liðsins og niðurstaðan af því hefur reynst góð m.t.t sölu á leikmönnum erlendis en árið 2023 seldi félagið Ísak Sigurgeirsson til Norrköping í Svíþjóð ásamt því að selja Guðmund Baldvin Nökkvason einnig til Svíþjóðar en báðir leikmenn fóru á miðju tímabili og má segja að menn hafi þá ekki endilega búist við því sem síðar gerðist. Í lok ársins var síðan Eggert Aron Guðmundsson seldur til Elfsborg í Svíþjóð og það er ljóst að félagið getur vel við unað með að hafa treyst ungum og uppöldum leikmönnum á þeirri vegferð sem við lögðum af stað í fyrir rétt tæplega 4 árum síðan. Eitt af þeim markmiðum sem við settum okkur á þeim tíma var að breyta íslenskum fótbolta og með tilkomu meiri spiltíma yngri leikmanna teljum við okkur hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á önnur lið sem eru í auknum mæli farin að horfa til þess hvernig við höfum gert hlutina. Önnur markmið bíða betri tíma.
Fyrir hönd okkar í m.fl ráðinu vil ég þakka leikmönnum og þjálfurum m.fl karla fyrir heiðarlegt og gott samstarf, á komandi árum munum við þurfa að stíga enn frekar skref í þá átt að þróa unga leikmenn og við höfum nú þegar hafið undirbúning á því ferli sem mun þýða umtalsverðar breytingar á því hvernig við horfum á starfið hjá okkur.
Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs karla
Lokaorð
Eins og farið hefur verið yfir hér að ofan hefur starf knattspyrnudeildar verið í senn gott og árangursríkt. Við höfum séð vöxt og góða þróun í starfinu allt frá yngstu iðkendum upp í afreksflokkana okkar og gefur það von um bjarta framtíð á komandi árum. Árangur innan vallar hefur verið góður og höfum við fagnað mörgum sigrum en utan vallar höfum við einnig gert vel í að gera góða einstaklinga betri, sterkari og öflugri félagsmenn. Í yngri flokka starfinu hefur verið lögð áhersla á menntun þjálfara og uppbyggilegt umhverfi fyrir alla okkar iðkendur og hefur þessi áhersla skilað sér í aukinni fagmennsku og munum við vonandi sjá árangurinn á komandi árum í öllum yngri flokkum. Í afreksstarfinu erum við með mikið af uppöldum leikmönnum og höfum við sótt styrkingar þar sem uppá vantar. Góður árangur einstaklinga í afreksliðunum okkar hefur skilað sér í að leikmenn hafa vakið áhuga erlendis og fóru nokkrir leikmenn erlendis á árinu og munu reyna fyrir sér þar. Góður árangur afreksliðanna skilar sér í meiri áhuga á Stjörnunni sem þýðir að horft er enn frekar á okkar leikmenn, sama hvort það sé í yngri flokkum eða afreksstarfi. Mikilvægt er því að tryggja að afreksliðin okkar séu ávallt í fremstu röð.
Nýtt knatthús, Miðgarður, hefur nýst okkur gríðarlega vel og mun svo sannarlega hjálpa okkur á komandi árum við að stíga enn stærri skref í að bæta starfið okkar. Það er stigsmunur á því að vera við æfingar í roki og rigningu eða stunda æfingar við kjöraðstæður í frábæru knatthúsi. Með þessari aðstöðu erum við með forskot á önnur félög og er það okkar að nýta það forskot.
Ég vill þakka stjórn knattspyrnudeildar, öllu starfsfólki Stjörnunnar, þjálfurum, leikmönnum, stjórnendum og sjálfboðaliðum fyrir gott samstarf á árinu og vona að við náum ennþá lengra saman. Einnig vil ég þakka styrktaraðilum fyrir gott samstarf og ómetanlegan stuðning.
Áfram Stjarnan!
Fyrir hönd knattspyrnudeildar,
Sæmundur Friðjónsson - formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar
Skýrsla knattspyrnudeild Stjörnunnar starfsárið 2023
Stjórn
Sæmundur Friðjónsson, formaður
Gunnar Guðni Leifsson, formaður m.fl.kvk
Helgi Hrannarr Jónsson, formaður m.fl.kk
Sævar Már Þórisson, formaður barna- og unglingaráðs
Einar Páll Tamimi, meðstjórnandi
B&U
Starf yngra flokka knattspyrnudeildar Stjörnunnar er í miklum blóma. Eins og undanfarin ár heldur iðkendum áfram að fjölga og er heildarfjöldi iðkenda hjá okkur núna í kringum 1.100. Það fylgja því vissulega áskoranir að halda utan um allan þennan fjölda því það þarf fleiri þjálfara og meira pláss. Við búum sem betur fer að því að aðstaðan hjá Stjörnunni er til fyrirmyndar og hafa allir flokkar aðgang að fyrirmyndar æfingaaðstöðu sem allir geta verið stoltir af.
Við leggjum mikinn metnað í menntun þjálfara okkar og erum stolt af því að 70% þjálfara okkar eru með UEFA gráðu í þjálfun og að auki eru 40% með UEFA A gráðu. Aðrir þjálfarar eru að auki í námi til að sækja sér slíkar gráður. Menntun þjálfara skiptir miklu máli og stuðlar hún að enn frekari gæðum í starfi okkar.
Barna- og unglingaráð framkvæmdi í fyrsta sinn ánægju- og þjónustukönnun á meðal foreldra gagnvart starfinu okkar. Það er mjög gagnlegt fyrir okkur að fá slíka endurgjöf og voru niðurstöður nýttar til að bæta starfið. M.a. var skipulagi æfinga í yngstu flokkum breytt til að minnka fjölda í hópum, æfingatímum hnikað til í Miðgarði til að minnka umferð á álagstímum og aukin áhersla sett í utanumhald 5.-8. flokks með ráðningu á umsjónarmanni sem hefur yfirumsjón með starfinu. Ætlunin er svo að gera slíkar kannanir með reglubundnum hætti og þar með fá reglulega endurgjöf sem nýtist til umbóta á starfinu.
LIÐ ÁRSINS 2023
MEISTARAFLOKKUR KVENNA Í KÖRFUBOLTA
Mikill uppgangur hefur verið í körfubolta kvenna síðastliðin ár. Haustið 2020 ákvað stjórn körfuknattleiksdeildar að horfa inn á við og byggja upp lið mfl. kvenna frá grunni. Uppbyggingin skilaði sér tímabilið 2022/2023 þar sem lið Stjörnunnar tryggði sér þátttökurétt í Subway-deild kvenna. Hópurinn er mjög samheldinn og hefur liðið tekið miklum framförum á síðustu árum.
Arnar Guðjónsson og Auður Íris Ólafsdóttir eiga hrós skilið fyrir sín störf sem þjálfarar liðsins. Ásamt því að hafa komið liðinu upp í deild þeirra bestu, hefur liðið staðið sig gríðarlega vel í Subway-deildinni. Haustið 2023 spilaði liðið 12 leiki í deildinni og unnu 8 af þeim leikjum. Uppgangurinn heldur áfram og verður gaman fyrir stuðningsmenn Stjörnunnar að fylgjast með liðinu á næstu árum.
SKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR
Stjórn
Hilmar Júlíusson, formaður
Gústaf Steingrímsson, varaformaður
Björgvin Ingi Ólafsson, formaður barna og unglingaráðs
Einar Karl Birgisson, formaður mfl ráðs kvenna (Tók við af Jóni Kristni Sverrissyni á árinu)
Magnús Bjarki Guðmundsson, formaður mfl ráðs karla
Gunnar Viðar, meðstjórnandi
Magnús Bjarki Guðmundsson, meðstjórnandi
Þorsteinn Magnússon, meðstjórnandi
MEISTARAFLOKKUR KARLA
Meistaraflokkur karla
Árið 2023 var brösótt fyrir karlaliðið. Liðið fór inn i úrslitakeppnina 2022/2023 í 8 sæti og tapaði 3-1 fyrir Val. Fljótlega var tilkynnt að Ægir Þór Steinarsson kæmi aftur til félagsins og var það mjög stórt að fá hann aftur í Stjörnuna. Ekki bara besti íslenski leikmaðurinn í deildinni heldur einnig gífurlega öflugur yngri flokka þjálfari. Fyrir utan að allir erlendu leikmenn liðsins héldu á braut þá voru ekki miklar breytingar á íslenska hópnum. Friðrik Anton fór í 1. deildina aftur og gekk til liðs við KR. Síðan hélt Viktor Jónas sem er einn af okkar efnilegu strákum til Þýskalands og lék með unglingaliði Münster en hann hafði spilað sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki á tímabilinu. Fljótlega var líka samið við Antti Kanervo sem hafði átt frábært tímabil með Stjörnunni 2018-2019. Síðan bættust við þeir Kevin Kone og James Ellisor.
En í byrjun tímabils var ljóst að þeir Kristján Fannar og Dagur Kár yrðu ekki klárir vegna meiðsla. Eins lenti Kone í því að kjálkabrotna rétt fyrir mót eftir viðureign við Drungilas leikmann Tindastóls. Þetta voru allt leikmenn sem væntanlega hefðu verið í byrjunarliðinu þannig að liðið kom mjög lemstrað inní mótið. En liðið var að spila mjög vel án þessara leikmanna og unnu 7 leiki í fyrri umferðinni. En eftir að liðið varð fullskipað náðist aldrei sami taktur og seinni umferðin var gífurleg vonbrigði þar sem unnust aðeins 4 leikir og á endanum missti liðið af úrslitakeppninni i fyrsta sinn síðan 2008. Niðurstaðan vissulega vonbrigði því ólíkt tímabilinu á undan átti þessi hópur að ná mun betri árangri. Vissulega hafði það mikil áhrif á sóknarleik liðsins að Dagur Kár missti af öllu tímabilinu vegna meiðsla, hann átti að vera sama hlutverki og Brandon Rozzel og Nick Tomsick á sínum tíma með Ægi og liðið saknaði leikmanns sem gat brotið upp sóknarleikinn eins og honum var ætlað.
VÍS bikarinn var eftir sem áður okkar keppni. Það var engin sérstök ánægja að fá Þór Þ í 32ja liða úrslitum verandi með mjög laskað lið á þeim tímapunti. En strákarnir sýndu frábæran karakter og sigruðu 92-84 í hörkuleik. Í 16 liða úrslitum sigruðu þeir Ármann auðveldlega 74-102. Enn og aftur var heppnin ekki með okkur í liði þegar dregið var í 8 liða úrslitin. Upp úr skálinni komu ríkjandi bikarmeistarar Vals sem höfðu ekki tapað leik í langan tíma og heitasta lið deildarinnar. En strákarnir sýndu bikarhliðina og unnu 84-79 eftir frábæran leik. Það þýddi sjötta árið í röð var Stjarnan komin í ,,Final Four“ í Höllinni. Við fengum Keflavík í 3ja skiptið í röð í undaúrslitum og nú kom að tapleiknum, amerískur leikmaður Keflavíkur tók leikinn yfir og við áttum í raun aldrei möguleika og töpuðum 113-94 og fyrsta tap í undanúrslitum frá upphafi staðreynd og eftir 5 úrslitaleiki í röð mátti Stjarnan sætta sig við að komast ekki í úrslitin.
Ægir Þór var eini A landsliðsmaður Stjörnunnar á árinu. En þess má geta að Kristján Fannar sló heldur betur í gegn með U18 landsliðinu og er hann kominn í hóp okkar efnilegustu leikmanna.
Flestir leikmenn meistaraflokks fyrir utan Ægi eru að renna út á samningi. Nú er að fara i gang vinna við að semja við þá leikmenn sem nýr þjálfari vill vinna með áfram.
Meistaraflokkur kvenna
Meistaraflokkur kvenna hefur verið á ákveðinni vegferð síðan meistaraflokkurinn var lagður niður tímabundið árið 2019. Allt sem lagt var upp með á þeim tíma hefur gengið upp. Það tíðkast ekki í dag í íslenskum körfubolta að fara í langtíma uppbyggingu en það var ákveðið á sínum tíma að horfa innávið og byggja upp frá grunni. En flestar þær stelpur sem skipa meistaraflokkinn í dag voru 12-13 ára þá og sú ákvörðun að eyða frekar peningum í að fá bestu mögulegu þjálfara fyrir stelpurnar, ekki bara þennan hóp heldur stúlknaflokkana yfir höfuð hefur svo sannarlega margborgað sig. Forráðamenn deildarinnar og sérstaklega undirritaður fékk yfir sig mikinn skít þegar þessi ákvörðun var tekin en ef við hefðum hlustað á það lið og keypt frekar 5 útlendinga til að viðhalda meistaraflokki væri þetta lið sem við erum með í dag ekki til.
En liðið í þessari mynd vann fyrstu deildina 2022/2023 og lék í fyrsta skipti á meðal þeirra bestu á yfirstandandi tímabili. Fæstir leikmanna komnir með bílpróf og planið var að halda sæti sínu í deildinni á fyrsta ári. Liðið varð fyrir áfalli snemma sumars þegar besti leikmaður liðsins, Diljá Ögn Lárusdóttir sleit krossband á landsliðsæfingu og hefur ekkert spilað á tímabilinu. Fengnir voru 2 erlendir leikmenn, og ákveðið var að gera ekki eins og flest önnur lið, að fá afgerandi amerískan leikmann sem skorar helming stiganna og tekur flest fráköstin og gefur flestar stoðsendingarnar heldur fá leikmenn sem styrkti hópinn, stelpurnar okkar yrðu áfram í lykilhlutverki, það yrðu þær sem þyrftu að stíga upp í lok leikja, gera mistök og læra af þeim og öðlast reynslu. Það má segja að árangurinn hafi farið langt fram úr væntingum. Stelpurnar tryggðu ekki aðeins sæti sitt í deildinni heldur náðu sæti í efri hluta deildarinn þegar henni var skipt upp og skildu meðal annars eftir fyrir neðan sig íslandsmeistara Vals og fleiri rótgróin efstu deildar lið. Keflavík var eina liðið sem okkar stelpur náðu ekki að sigra á tímabilinu og virkilega gaman að sjá þær sigra lið eins og Grindavík og Njarðvík sem eru stútfull af erlendum atvinnumönnum.
Þegar þetta er skrifað er liðið að undirbúa sína fyrstu úrslitakeppni í efstu deild og verður gaman að sjá hvernig þær standa sig á því sviði.
Í VÍS bikarkeppninni sat liðið hjá í 32ja liða úrslitum. Síðan sigruðu þær Snæfell örugglega í 16 liða úrslitum en töpuðu síðan fyrir Þór Akureyri í 8 liða og komust því miður ekki í höllina í þetta skiptið.
Þær Diljá Lárusdóttir og Ísold Sævarsdóttir voru báðar valdar í landsliðið á síðasta ári. Við Stjörnufólk hefðum líka viljað sjá Kolbrúnu Maríu í landsliðinu en það verður ekki hægt að ganga fram af henni við val á næsta landsliðshóp.
Búið er að semja við alla lykilleikmenn liðsins til næstu 2ja ára og þá er markmiðið klárlega að vera með lið til að fara alla leið.
Lokaorð
Það er væntanlega að bera í bakkafullan lækinn að tala um stöðuna í íslenskum körfubolta. Útlendinga geðveikin heldur bara áfram og eykst með hverju árinu, algengt í Subway deild karla að byrjunarlið beggja í leikjum séu skipuð 4 eða jafnvel 5 erlendum leikmönnum. Kannski er þetta frábær þróun, hlítur eiginlega að vera, allavega stígur stjórn sambandsins ekki inní þessa sorglegu þróun. Svo til öll önnur lönd í Evrópu eru með reglur til verndar „home grown“ leikmönnum.
Það má segja að það séu miklar breytingar framundan hjá deildinni. Arnar Guðjónsson sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í 6 ár og meistaraflokk kvenna í 2 ár (auk þess að þjálfa megnið af stelpunum í 2 ár að auki í yngri flokkunum) lætur af störfum hjá félaginu. Honum bauðst að verða yfirmaður afreksmála hjá KKÍ sem er mjög krefjandi verkefni sérstaklega með tilvísun í stöðuna sem ég nefni hér að ofan, þar er gífurlegt verk að vinna. Arnar vann frábært starf hjá Stjörnunni. Undir hans stjórn spilaði karlaliðið 5 úrslitaleiki í röð í bikarkeppni KKÍ og vann 3 þeirra. Vissulega vonbrigði að komast aldrei í lokaúrslitin og viljum við nú meina að Covid árið 2020 hefði verið árið okkar, efstir í deildinni og langsterkasta liðið þegar mótið var flautað af fyrir úrslitakeppnina. Eins vann hann frábært starf með kvennaliðið og hefði stjórnin gjarnan viljað sjá hann klára það verkefni. Arnar lét sig líka málefni yngri flokka miklu varða og var mikill félagsmaður. Nú þegar er búið að ganga frá eftirmönnum hans og verður mjög spennandi að fylgjast með komandi tímabilum.
Einnig hefur undirritaður ákveðið að láta af formennsku í deildinni. Ég tók við formennsku árið 2012 þannig að þetta er orðið ágætis tími og tímabært að ferskir vindar blási um félagið og óska ég eftirmanni mínum, Einar Karli Birgissyni og hans stjórn alls hins besta. Langar að nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér á þessu tímabili, þjálfurum, leikmönnum og sjálfboðaliðum fyrir samstarfið.
Deildin þakkar starfsfólki Ásgarðs og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að starfi deildarinnar, leikmönnum, iðkendum, forráðamönnum og styrktaraðilum kærlega fyrir frábært samstarf og það er ljóst að framtíð körfuboltans í Garðabæ er björt.
SKÍNI STJARNAN,
Hilmar Júlíusson,
Fyrrverandi Formaður körfuknattleiksdeildar
Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar
Farsæl þróun barna- og unglingastarfs körfuknattleiksdeildar hélt áfram árið 2023 þó vissulega séu áskoranir í starfinu eins og við er að búast í öflugri og vaxandi deild. Nokkuð er síðan deildin varð stærsta körfuknattleiksdeild landsins og í fyrsta sinn rauf iðkendafjöldinn rjúfi 500 iðkenda múrinn.
Eftir tvö ár af rofi vegna Covid hefur starfið komist á góðan stað án Covid ágjafar. Tekist hefur að endurheimta iðkendur og fjölga þeim eftir að meiri festa hefur komist í starfið.
Annað árið í röð var áhersla var á að lágmarka rof í starfi vegna Covid og tókst vel til við að endurheimta iðkendur eftir niðurfellingar æfinga og keppni vegna faraldurs.
Hlynur Bæringsson, yfirþjálfari yngri flokka, hefur leitt öflugan þjálfarahóp með miklum myndarbrag sem hefur verið lykilatriði í góðum árangri, fjölgun iðkenda og litlu brottfalli. Sem dæmi um öfluga þjálfara má nefna Elías Orra Gíslason sem hefur bæði sinnt okkar elstu og yngstu iðkendum af áður óþekktri fjölhæfni í þjálfun.
Áhersla á að fjölga stúlkum, fjölga leikskólakrökkum og takmarka brottfall unglinga í starfinu
Fjöldi stúlkna í starfinu hefur margfaldast á síðustu árum enda hefur verið lögð mikil áhersla haga starfi sem best, meðal annars með því að vanda sérstaklega val á þjálfurum þeirra.
Annað áhersluatriði hefur verið að minnka brottfall iðkenda í elstu grunnskólaárgöngum og hefur það tekist vel. Aldrei hafa fleiri iðkendur í elstu grunnskólaárgögnum verið í starfinu og var stigið skref í þátt í vetur þar sem elstu iðkendur drengja léku auk liða Stjörnunnar í Íslandsmóti með liði KFG í 2. deild meistaraflokks og voru sjónarmun frá því að komast upp úr 2. deild eftir leik í úrslitakeppni 2. deildar.
Titlum fjölgar áfram
Vorið 2021 voru heimtur í titlum frábærar. Stjarnan sigraði á Íslandsmóti í alls níu yngri flokkum. Sigur vannst í minni bolta 10 ára drengja og stúlkna, minni bolta 11 ára stúlkna, 7. flokki beggja kynja og stelpurnar í 8. og 9. flokki unnu sigur. Stelputitilinn í 7. flokki var sögulegur enda fyrsti kvennatitill félagsins í körfubolta. Voru 2021 voru Stjörnustúlkur því Íslandsmeistarar í alls 5 af þeim 7 yngri flokkum kvenna. Því má segja að með fyrsta titli okkar í kvennaflokki hafi flóðgáttir titlanna brostið.
Engin vatnaskil urðu í eldri flokkum drengja þó vel hafi gengið. Við lönduðum titli í 10. flokki drengja og fengum silfur í 8. og 10. flokki drengja. Í elsta flokki drengja, unglingaflokki vann sameiginlegt lið Álftaness og Stjörnunnar titilinn og var það fyrsti Íslandsmeistaratitill Álftnessinga.
Bikarkeppni yngri flokka var aflýst vorið 2021 en var Stjarnan þá með fjölda liða enn í hattinum og líklegt til afreka í fjölmörgum flokkum. Svekkjandi fyrir okkar krakka að ná ekki að klára bikarkeppnina eftir sterka byrjun.
Í bikarúrslitum vorið 2022 vann Stjarnan sigur í fjórum af sjö yngri flokkum. Stjarnan vann sigur í 9. og 10. fl. drengja og stúlkna auk þess að fá silfur í stúlknaflokki. Sannarlega glæsilegur árangur hjá yngri flokkunum í bikarnum sem gefur góð fyrirheit fyrir baráttuna um Íslandsmeistaratitla í vor. Titill 9. flokks stúlkna var fyrsti bikartitill Stjörnunnar í kvennaflokki og hefur því Stjarnan náð sínum fyrstu Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitlum í kvennaflokki á innan við ári.
Í forystu í fagmennsku og umgjörð æfinga og leikja
Í kjölfar fjáröflunar iðkenda deildarinnar fyrir rúmu ári var keypt skotvél í húsið vorið 2021. Vélin er vel nýtt af iðkendum og hjálpar þeim að bæta skottækni sem nýtist vel í harðri baráttu á vellinum. Áfram verður unnið að því að kenna iðkendum að nýta vélina sem best.
Stjarnan TV hefur sent út alls 69 leiki yngri flokka og meistaraflokks kvenna frá upphafi árs 2021. Komið hefur verið upp góðri aðstöðu í Ásgarði þar sem stig og tími í leikjum kemur sjálfkrafa á skjáinn og því einfalt fyrir fólk að fylgjast með. Fjöldi áhorfenda hefur verið allt frá fáum tugum upp í hátt í þúsund á hvern leik en alls hafa yfir 20 þúsund horft á leiki til þessa. Mikil ánægja er með þessa þjónustu og voru foreldrar sérstaklega þakklátir þegar samkomutakmarkanir vörðu auk þess sem leikmenn og þjálfarar voru ánægðir að geta farið yfir leiki að þeim loknum.
Stjarnan hefur eitt félaga hafið fulla lifandi tölfræðigreiningu elstu flokka stúlkna og drengja. Alls voru "stattaðir" 19 heimaleikir stúlkna- og unglingaflokks á almanaksárinu 2021. Með greiningunni geta þjálfarar og iðkendur séð skýrt hvernig þeir standa í helstu tölfræðiþáttum eins og skotnýtingu, fráköstum og stoðsendingum auk þess sem fólk getur fylgst með leikjunum í beinni lýsingu á kki.is.
Landsliðskrakkar standa sig vel
Líkt og síðasta ár átti Stjarnan bæði metfjölda fulltrúa Stjörnunnar í æfingahópum yngri landsliða. Í fyrsta sinn átti Stjarnan flesta fulltrúa allra liða í bæði stúlkna- og drengjahópunum. Í hópnum sem var valinn í um jólin voru fulltrúar 32 og í minni hóp í febrúar átti Stjarnan 24 fulltrúa.
Áskoranir í húsnæðismálum samfara miklum vexti
Miklum fjölda iðkenda og fjölgun flokka með auknum krafti yngri flokka kvenna hafa áskoranir í húsnæðismálum aukist verulega. Nú er svo komið að húsnæði deildarinnar er algjörlega sprungið. Ef horft er til skemmri tíma er mest knýjandi þörf á því að laga gólf og körfur í Bláa salnum. Vegna gólfsins í Bláa sal er salurinn nánast aldrei notaður fyrir keppnisleiki og þess í stað fara þeir nær alltaf fram í aðalsalnum. Það er sérstaklega bagalegt því Blái salur hentar að öðru leyti frábærlega fyrir keppnisleiki: Salurinn er hæfilega stór, þar eru góðir áhorfendapallar og allar aðstæður til að ná upp skemmtilegri stemmningu. Ljóst er að keppnisleikjum mun fjölga verulega milli ára þar sem stórum eldri árgöngum, sem senda fleiri en eitt lið til keppni en keppa ekki í túrneringum, fjölgar ár frá ári. Búast má við að fjöldi æfinga falli niður hjá yngri iðkendum vegna þess að eldri iðkendur þurfa að nýta húsið fyrir keppnisleiki.
Jafnframt hefur barna- og unglingaráð lagt til að afgreiðslutími Ásgarðs verði lengdur um 2-3 tíma hvorn dag um helgar. Með því að lengja afgreiðslutíma um a.m.k. tvo tíma laugardag og sunnudag má fjölga tímum fyrir leiki og æfingar eldri iðkenda og losa um tíma sem eru hentugri fyrir yngri iðkendur og draga jafnframt úr því að fella þurfi niður æfingar yngri iðkenda vegna leikja í salnum
Þó hvort tveggja yrði gert munu áskoranir samfara miklum vexti enn verða miklar og nauðsynlegt fyrir bærinn og félagið að tryggja körfuknattsdeild aðgengi að sölum umfram það sem nú er.
Að sama skapi er mikilvægt að íþróttahús í fullri stærð verði byggt í Urriðaholti sem allra fyrst. Það er áskorun fyrir Stjörnuna að virkja börn í Urriðaholti án íþróttahúss í hverfinu og mikilvægt að þeim sé veitt góð þjónusta svo eins sterk tenging verði við það hverfi eins og þau hverfi sem eru nær starfinu í Ásgarði.
Áform um nýtt keppnishús við hlið Miðgarðs eru á teikniborði bæjarins en er körfuknattleiksdeild ekki kunnugt um hvenær gera megi ráð fyrir þeirri framkvæmd. Nýtt hús þar myndi styðja við frekari þróun deildarinnar. Ef vel tekst til getur deildin vaxið áfram með góðu starfi en ekki síður vegna væntrar fjölgunar bæjarbúa. Deildin er meira en reiðubúin til að ræða við Garðabæ um hvernig best væri að gera áform um ný íþróttahús að veruleika sem fyrst enda væri slíkt mikil lyftistöng fyrir okkar starfsemi - eins og búast má við verði í fótboltanum samhliða bættri aðstöðu deildarinnar í Miðgarði.
Þakkir
Barna- og unglingaráð vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Hlyns yfirþjálfara, þjálfara deildarinnar og til þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem leggja starfinu lið. Það hefur verið sérlega ánægjulegt hversu foreldar hafa tekið vel í að leggja sitt af mörkum. Margar hendur vinna létt verk og er félaginu gríðarlega mikilvægt að starfið byggi ekki einungis á örfáum sjálfboðaliðum. Að sama skapi gengur samstarf við starfsfólk og stjórnendur bæjarins, starfsfólk Stjörnunnar og starfsfólk í Ásgarði vel og erum við afskaplega þakklát fyrir það.
Björgvin Ingi Ólafsson,
Formaður barna- og unglingaráðs
SKÝRSLA LYFTINGADEILDAR
Árið 2023 var gott ár hjá Lyftingadeild Stjörnunnar eins og þau hafa nú flest verið. Aðstaða deildarinnar sem var tekin í notkun 2022 hefur svo sannarlega dregið að nýja iðkendur ásamt faglegu og vel skipulögðu starfi. Í lok ársins var fjöldi meðlima Lyftingadeildar Stjörnunnar yfir 150, en deildin hefur aldrei verið stærri sem sýnir blómlega þróun áhuga á lyftingum innan nærsamfélagsins. Fastir æfingartímar hjá Hjálmari Andréssyni og Arnóri Gauta Haraldssyni borguðu sig svo sannarlega og það er ljóst að iðkendur sem eru að stíga sín fyrstu skref fá góða handleiðslu og mætir betur undirbúið í starfið en áður.
Keppnisstarf:
Stjarnan hýsti stærsta Íslandsmeistaramót í sögu Kraftlyftingasambands Íslands á árinu. Á mótinu tóku þátt 72 keppendur en mikill uppgangur í kraftlyftingum og varð þetta á ótrúlegan hátt næststærsta mót ársins. Á mótinu settu keppendur fjöldan af nýjum Íslandsmetum og voru keppendur Stjörnunnar framúrskarandi. Arna Ösp Gunnarsdóttir, Lucie Stefanikova, Friðbjörn Bragi Hlynsson og Aron Friðrik Georgsson unnu öll sína þyngdarflokka.
Ber einnig að nefna að deildin átti Bikarmeistara í karla og kvennaflokki í klassískum kraftlyftingum en það voru Friðbjörn Bragi Hlynsson og Þorbjörg Matthíasdóttir.
Alþjóðamót:
Lyftingadeild Stjörnunnar tilnefndi sína bestu keppendurna á alþjóðleg mót á vegum Kraftlyftingasambands Íslands. Þau voru:
Evrópumeistaramót evrópska kraftlyftingasambandsins, keppendur:
Lucie Stefanikova
Friðbjörn Bragi Hlynsson
Norðurlandamóti norræna kraftlyftingasambandsins, keppendur:
Heiðmar Gauti Gunnarsson
Hinrik Veigar Hinriksson
Sebastiaan Dreyer
Signý Lára Kristinsdóttir
Vestur-Evrópumóti evrópska kraftlyftingasambandsins, keppendur:
Þorbjörg Matthíasdóttir
Friðbjörn Bragi Hlynsson (gull í sínum flokki)
Aron Friðrik Georgsson
Norðurlandamót norræna lyftingasambandsins, keppendur:
Friðný Fjóla Jónsdóttir (silfur í sínum flokki)
Evrópumeistaramót evrópska lyftingasambandsins u20 u23, keppendur:
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir
Einnig sendi deildin keppendur á masters mót í kraftlyftingum og ólympískum lyftingum.
Árinu 2023 var svo lokað í byrjun Janúar 2024 þegar Lucie Stefanikova og Friðbjörn Bragi Hlynsson voru tilnefnd til íþróttafólks ársins í Garðabæ. Friðbjörn Bragi hreppti titilinn í ár og það er mikill heiður fyrir deildina að keppandi innan okkar raða skuli hafa náð þessum árangri. Þetta er í þriðja sinn sem deildin á íþróttakarl Garðabæjar og stefnum við að ná þessum eftirsótta titli oftar. Ungmennasamband Kjalarnesþings valdi hann Friðbjörn líka sem íþróttakarl ársins og er deildin alveg í skýjunum með það.
Á árinu 2023 hefur Lyftingadeild Stjörnunnar því vaxið ásmegin og ánægjulegt er fyrir stjórnarmeðlima að mæta í fullan sal af einbeittum og sterkum iðkendum. Með auknum fjölda meðlima, stærstu íslandsmeistaramóti landsins og árangri á alþjóðavettvangi hefur deildin sýnt fram á mikinn árangur og þróun í starfinu. Með þrautseigju, langtímasýn og góðu starfi býður næsta ár upp á enn meiri möguleika og þróun í lyftingaíþróttunum í Garðabæ.
Skíni Stjarnan!
Aron Friðrik Georgsson, formaður
Hinrik Pálsson, varaformaður
Alexander Ingi Olsen, ritari
Arna Ösp Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Auður Arna Eyþórsdóttir, meðstjórnandi
SKÝRSLA SUNDDEILDAR
Skýrsla sunddeildar
Starfsárið 2023
Stjórn
Stjórn sunddeildar er skipuð eftirtöldum: Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður Gunnhildur Arnoddsdóttir, ritari
Edda Waage, gjaldkeri, í upphafi haustannar kom Gunnur Ýr Gunnarsdóttir inn í stjórn sunddeildar.
Þjálfarar
Hannes Már Sigurðsson er yfirþjálfari sunddeildar og sér um daglegan rekstur deildarinnar ásamt stjórn. Hannes og Kristján Albert Kristinsson sáu um þjálfun A hóps. Rakel Ýr Ottósdóttir, Sigþór Örn Rúnarsson og Júlía Líf Gunnsteinsdóttir voru með C, D, E og barnahópa. Aðstoðarþjálfarar voru Ágústa Inga Arnarsdóttir, Katrín Tinna Andrésdóttir og Guðrún Lára Arnarsdóttir. Rakel Ýr sá einnig um sumarstarfið hjá okkur.
Iðkendur
Iðkendur hjá deildinni árið 2023 bæði sem sóttu námskeið tímabundið, sumarnámskeið og barnanámskeið og þau börn sem æfðu sund voru í kringum 300. Iðkendur sem æfðu sund að staðaldri allt árið voru 85 talsins sem er enn meiri fækkun en frá síðasta ári. Kynjahlutfall er jafnt.
Æfingar
Æfingahópar voru 7 talsins: A hópur fyrir 13 ára og eldri , C hópur fyrir 8-11 ára, tveir D hópar fyrir 7-9 og 6-8 ára og þrír E hópar fyrir byrjendur 4-7 ára. A hópur æfir 11 sinnum í viku bæði þrekæfingar og sundæfingar og aðrir hópar 2-3 sinnum.
Markmið
Yngri börn: Að börnin læri undirstöðutækni í sundi. Lögð er áhersla á að börnin hafi gaman af, verði örugg í vatninu og líði vel. Einnig er áhersla á að byggja upp samkennd og liðsheild geta hlustað og farið eftir fyrirmælum og sýnt starfsfólki og félögum virðingu og kurteisi.
Eldri börn: Að börnin fái fjölbreytta þjálfun í keppnisgreinum sundsins. Börnin fái að spreyta sig í keppni á löggiltum sundmótum með jafnöldrum úr öðrum félögum. Einnig að þau fari sem hópur í æfinga- og keppnisferðir innan- og utanlands sem þroskar þau og eflir.
Námskeið: Að bjóða upp á alhliða líkamsrækt í gegnum sundæfingar og sundleikfimi auk þess að efla sundiðkun almennings. Sem og ungbarnasund fyrir þau allra yngstu.
Námskeið
Haldin eru reglulega námskeið fyrir þriggja til sex ára börn í fylgd með foreldrum. Námskeiðin hafa gengið mjög vel og eru orðin fastur liður í starfi sunddeildarinnar. Einnig er boðið uppá ungbarnasund sem Björg Ósk hefur umsjón með í samstarfi við sunddeildina. Einnig erum við með vatnsleikfimi og leikfimi fyrir barnshafandi konur sem Hrafnhildur Sævarsdóttir og Birna Guðmundsdóttir hafa séð um.
Sunddeildin hefur frá stofnun staðið fyrir sumarsundnámskeiðum í Ásgarði og á Álftanesi. Áhersla hefur verið fyrir börn á aldrinum 3ja til 11 ára. Sl. 6 ár höfum við sótt börn af þeim leikskólum sem eru í göngufæri við Ásgarð og Álftaneslaug hefur þetta gefið góða raun og munum við halda þessu áfram. Sundþjálfararnir Rakel, Júlía, Katrín Tinna og Ágústa Inga sáu um sumarnámskeiðin auk sundmanna úr unglingastarfinu okkar.
Starfið árið 2023
Farið var á fjölmörg mót með krakkana árið 2023 og gekk það mjög vel vel, upp er að koma mjög sterkur hópur sundmanna í C hóp svo framtíðin er björt.
Aðstaðan
Aðstöðuleysið er enn það sama hér í bæ en haustið 2022 fengum við að æfa með ÍA og Aftureldingu í aðstöðu SH á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þetta gjörbreytir æfingum hjá okkar fólki sem æfir í Ásgarði. Í upphafi árs þurftum við að fella niður þó nokkrar æfingar þar sem kuldinn var einfaldlega of mikill, en haustið 2023 var mjög gott hitalega séð.
Boðið var uppá æfingar og námskeið í öllum sundlaugum Garðabæjar; Ásgarði, Álftanesi , Mýrinni og Sjálandsskóla. Sundæfingar hjá yngra starfinu eru eingöngu í innilaugunum.
Fjármálin
Staða sunddeildar er sterk. Sunddeildin hefur lagt áherslu á að halda fjármálum deildarinnar í jafnvægi. Við viljum vera réttu megin við núllið en það hafðist því miður ekki árið 2023 enda mikil fækkun iðkenda sem réð því. Það tekur alltaf smá tíma að stilla af reksturinn við fækkun iðkenda því það kostar alveg jafnmikið að þjálfa 10 eins og 5.
Framtíðin
Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu sundmannvirkja til að hægt verði að mæta þörfum ólíkra hópa og stækkandi bæjarfélagi til framtíðar og er það enn ósk okkar að einhvern daginn eigum við 25m/50m innisundlaug sambærilega og nágrannabæjarfélög okkar eiga.
Eins og í öllu félagsstarfi þá er stuðningur sjálfboðaliða ómetanlegur og starfið væri lítið sem ekkert ef ekki væri fyrir sjálfboðaliða.
Fyrst og fremst vonum við að við höldum áfram að byggja upp jákvæða og heilbrigða einstaklinga sem Stjarnan getur verið stolt af.
Að lokum þakkar stjórn sunddeildarinnar öllum þeim sem komu að starfinu með einum eða öðrum hætti og starfsfólk mannvirkjanna á heiður skilið fyrir þolinmæði í garð iðkenda.
Skíni Stjarnan!
f.h. sunddeildar Stjörnunnar Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður
STJÖRNUKONUR
Frá stofnun Stjörnukvenna 2019 hefur aukist jafn og þétt í hópnum með viðburðum sem skipulagðir hafa verið. Viðburðir í fjaröflunarskyni eins og Jóla Pop-up Stjörnukvenna og göngur um Garðabæ hafa gengið vel þar sem fjölmargar konur hafa tekið þátt og er mikil eftirvænting fyrir komandi viðburðum. Stjörnukonum sjá einnig um sölu á Stjörnuteppum og rennur ágóði þeirra beint í sjóð Stjörnukvenna. Er hópurinn nú í hugmyndavinnu um að finna nýjar fjáröflunarleiðir.
Tilgangur Stjörnukvenna er margþættur. Meginmarkmiðið er að styrkja og efla barna- og unglingastarf og vera góðgerðarfélag sem styrkir góð og verðug málefni. Þau verkefni sem Stjörnukonur hafa styrkt eru t.a.m. peningastyrkir til iðkenda sem hafa þurft aðstoð vegna ferða erlendis, peningastyrkir til fjölskyldna Stjörnufjölskyldunnarsem hafa verið að glíma við erfiðleika. Er það hluti af því góðgerðarstarfi sem félagsskapurinn vill halda í heiðri.
Nú í maí er fyrirhugað að halda skemmtilega göngu og eru aallar konur sem hafa sterk tengsl til Stjörnunnar hvattar til að slást í för með okkur.
Hægt er að fylgjast með okkur á Facebook og Instagram undir Stjörnukonur. Eins er hægt að senda okkur fyrirspurnir á stjornukonur@stjarnan.is
Fh Stjörnukvenna,
Harpa Rós Gísladóttir